Laxar

Skip Navigation Links

Grafið sýnir frávik á hverju ári frá heildarmeðalveiði á hverjum degi. Þannig að ef línan er fyrir ofan núllið hefur veiðin verið betri en í meðalári og fyrir neðan núllið verri. Þannig er hægt að sjá hversu miklar breytingar eru á veiðinni yfir tímabilið. Ef línan rýkur upp um mitt tímabil bendir það til þess að eitthvað hafi gerst sem skyndilega breytti veiðinni t.d. ef rigningar koma í kjölfar vatnskorts eða ef ganga kemur óvenju seint/snemma inn. Sama ef línan beygir snögglega niður, þá gæti það bent til þess að smálaxagöngur hafi skilað sér illa eins og má víða sjá fyrir árið 2012.