Laxar

Skip Navigation Links

Um síðuna

Á þessari síðu er safnað saman tölfræðilegum upplýsingum um laxveiði á Íslandi og reynt að setja gögnin fram á sem skýrastan hátt svo menn geti betur áttað sig á stöðu laxastofna hverju sinni. Til þess að hægt sé að átta sig betur á stöðunni á milli landsvæða er kort á forsíðunni sem sýnir vatnasvið helstu laxveiðiáa. Breytist liturinn á vatnasviðinu eftir því hversu vel veiðist. Vatnasvið var valið í stað þess að sýna eingöngu línu fyrir árnar þar sem það er skýrara og gefur betri hugmynd um stærð hvers vatnsfalls. Veiðanlegi hluti árinnar þarf þó alls ekki að ná næstum því jafn langt inn í land og vatnasviðið sjálft.

Umsjónarmaður síðunnar er

Sigurbjörn M Gunnlaugsson

Til að hafa samband sendið þá tölvupóst á sigurbjorn@gmail.com